Norskur bátur sekkur
Norski fiskibáturinn Fisktrans sökk út af strönd Noregs í fyrradag. Mikill leki kom að honum í slæmu veðri og var áhöfninni bjargað af björgunarþyrlu og hvarf hann í hafið nokkru síðar.
Báturinn var gerður út af útgerðinni Fisktrans í Bodö og var smíðaður árið 1952. Meðfylgjandi mynd og myndband tók Oddgeir Skjevling skipverji á bátnum Gularyö, en áhöfn hans fylgdist með Fisktrans sökkva.
http://www.brunsvika.net/images/sm/video/video-1485352041.mp4