Köld rauðspretta með rækjum og piparrótarsósu

Deila:

Oft er gott að fá sér léttan kvöldverð svo maður liggi ekki vembilfláka langt fram eftir kvöldi og blóðflæðið verði meira til höfuðs en þarma og draumar næturinnar verði fremur á léttari nótunum. Þá kemur góður fiskur sterklega til greina og þar er rauðsprettan ansi ofarlega á blaði. Bragðið alveg einstakt. Eins og við höfum svo oft lagt til áður fyrir rómantískt fólk á öllum aldri, er gott þegar húmar að, að kveikja á kertum, eða í arninum, setja fallega tónlist á fóninn, freyðandi vín í glas og njóta réttar, sem hægt er að útbúa fyrr um daginn og taka bara úr kæli, þegar byrjar að snarka í arninum. (Þar sem arinn er kannski ekki mjög algengur, er rétt að benda á að hægt er að fá arineld með snarki og undirspili á dvd-diski til að stinga í græjurnar. Það fer langt með að virka.)
En hvað um það, þessi uppskrift er fengin útgáfu Vöku-Helgafells, Af bestu lyst. Verði ykkur að góðu.

Innihald:

500 g rauðsprettuflök
1 tsk natríumskert salt
1 tsk timijan, þurrkað
1 msk sítrónusafi
½ msk ólífuolía

Piparrótarsósa:

3 dl sýrður rjómi 10%
1 msk piparrót, rifin
3 msk ferskt dill eða 3 tsk þurrkað
3 msk graslaukur
200 g rækjur
salaltblöð eftir smekk.

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Stráið salti og timijan á fiskflökin. Penslið með sítrónusafa og rúllið þeim upp.
Smyrjið eldfast mót með olíu og raðið rúllunum þar í. Setjið álpappír yfir og bakið í 180°C heitum ofninum í 15 mínútur. Kælið.
Rífið piparrót og fínsaxið dill og graslauk. Hrærið sýrðar rjómann og blandið öllu saman. Kælið.
Raðið fallega á fat eða diska salatblöðum, fiskrúllum og sósu og stríð rækju yfir.
Berið fram með grófu brauði.

 

Deila: