Þeirra er ábyrgðin

Deila:

„Þessi skýrsla mun ekki leysa verk­fallið. En hún er að mínu mati gagn­legt inn­legg og upp­legg til skemmri en ekki síður til lengri tíma umræðu,“ sagði Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á blaðamanna­fundi í dag þar sem hún kynnti skýrslu sem geym­ir mat á þjóðhags­leg­um kostnaði af yf­ir­stand­andi verk­falli sjó­manna. Sagði Þor­gerður að skýrsl­an hefði legið fyr­ir um klukku­stund áður en hún hefði viljað birta hana sem fyrst. Frá þessu er sagt á mbl.is

„Hugs­un­in með þessu er vissu­lega sú að stjórn­völd átti sig á því gríðarlega þjóðfé­lags­lega tapi sem verður af verk­falli sjó­manna,“ sagði Þor­gerður. En hún vildi einnig að eft­ir­menn henn­ar í stóli ráðherra sjáv­ar­út­vegs­mála, hverj­ir sem þeir yrðu, hefðu ákveðin tæki og tól til þess að kynna samn­ingsaðilum í framtíðinni, sjó­mönn­um og út­gerðarmönn­um, hvað það kostaði sam­fé­lagið að kjara­deil­ur þeirra væru dregn­ar á lang­inn. „Þeirra er ábyrgðin og þeir verða ein­fald­lega í framtíðinni að vita hvað það kost­ar sam­fé­lagið að þeir komi sér ekki að því að semja.“

Verk­fallið hefði mjög mik­il áhrif og hver dag­ur yrði dýr­ari og dýr­ari fyr­ir sam­fé­lagið. Áhrif­in væru ekki síst úti á lands­byggðinni á ákveðnum svæðum. „Það eru þess­ar dreifðu byggðir sem eru að verða fyr­ir mikl­um búsifj­um í þess­um erfiðleik­um sem raun ber vitni. Ég hef verið í stöðugu sam­bandi við deiluaðila og rík­is­sátta­semj­ara síðustu vik­urn­ar. Sím­kostnaður­inn hækkað mikið. Það er al­veg ljóst að deiluaðilar hafa að mínu mati reynt að nálg­ast þetta á ábyrg­an hátt.“ Deiluaðilar hafi ekki viljað af­skipti rík­is­ins af deil­unni.

Þor­gerður sagðist binda von­ir við það að ár­ang­ur næðist í deil­unni á næst­unni þótt ekk­ert miðaði í augna­blik­inu. Benti hún á að all­ur launa­kostnaður rík­is­ins á árs­grund­velli væri um 160 millj­arðar króna en í sjáv­ar­út­vegi væri hann 80 millj­arðar. „Þannig að þetta er ekk­ert gam­an­mál.“ Þor­gerður lagði að lok­um áherslu á að ekki kæmi til greina af henn­ar hálfu að sett yrðu lög á verk­fall sjó­manna. „En ég und­ir­strika að af minni hálfu þá kem­ur ekki til greina að setja lög á verk­fallið. Það bara kem­ur ekki til greina.“ Það væri þeirra sem væru við samn­inga­borðið að klára kjara­samn­inga sem allra fyrst.

Stefnt væri að því að í lok árs­ins yrði tek­in sam­an önn­ur skýrsla um raun­veru­leg­an og end­an­leg­an kostnað af verk­falli sjó­manna þegar all­ar töl­ur væru komn­ar í hús „til þess að framtíðin geti gengið að því með vissu, töl­fræði, hvað það þýði ef menn koma sér ekki að samn­inga­borðum og klára málið. Og það er þeirra sem þar sitja, þeirra er ábyrgðin.“

 

Deila: