Engin krónuhækkun á óslægðum þorski
LS hefur tekið saman sölutölur á fiskmörkuðunum – magn og verð – á þorski og ýsu. Tímabilið sem skoðað var nær frá áramótum til 15. febrúar. Til að fá betri yfirsýn er samanburður við sama tímabil í fyrra.
„Það hlýtur að vekja undrun að meira magn af óslægðum þorski hefur farið í gegnum markaðina nú í verkfallinu heldur en í fyrra þegar öll skip voru á sjó. Mismunurinn telur 1.342 tonn, rúmlega þriðjungs aukning. Kílóverð er nánast óbreytt milli ára eins og sést hér í töflunni.
Sömu sögu er að segja af ýsunni þó magnaukning þar sé ekki jafn mikil eða 18%. Verð í ár er hins vegar rúmlega 4% hærra.
Til hliðsjónar þessum upplýsingum er graf sem sýnir meðalgengi USD, GBP og EUR. Við útreikning til þessara mynta er ljóst að verð hefur hækkað verulega milli ára. Mest er hún í GBP 31%. Það er vonandi að hægt verði að viðhalda þessum verðum og bæta frekar í þegar deila sjómanna og útvegsmanna leysist,“ segir á heimasíðu LS.