„VM vill axla ábyrgðina“

Deila:

„Það eru allar líkur á að það verði sett á okkur lög í næstu viku ef ekki verður samið um helgina, eða annað útspil komi til”, segir Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM í samtali á heimasíðu félagsins, um síðustu tíðindin í kjaraviðræðunum við útgerðina.

 

Gudmundur Þ Ragnarsson-lv

Það eru vonbrigði þegar við komumst í lokafasa með að gera samning að þetta skuli hafa stoppað. ,,Okkur hafði miðað áfram og það var nánast tilbúinn samningur á borðinu”. Við megum ekki loka augunum fyrir því að ábyrgðin er okkar.“
„Það er leið út og til að fara hana verða allir að hafa kjark til að taka ákvarðanir.“

En óttast þú lagasetningu?

„Ég hef sagt og segi enn, og stend við það, að lög vil ég ekki sjá. Við megum ekki loka augunum fyrir því að ýmislegt hefur áunnist og ég get ekki hugsað þá hugsun til enda að sett verði lög á okkur.“

En hvað varð til þess að ekki gekk saman í gær?

„Ferð okkar til ráðherra og svör um afstöðu stjórnvalda, að þau ætli ekki að koma að deilunni með skattaívilnun til handa sjómönnum, svo þeir sitji við sama borð og aðrir hvað varðar dagpeninga.
Ábyrgðin er okkar, þó stjórnvöld svari svona, þá höfum við leið til að gera samning.“

Hver þá staða málsins?

„Afstaða samninganefndar VM er að við skýlum okkur ekki bakvið aðra og teljum að það sé efni til að gera samning. Við þurfum að vera með bein í nefinu og þora að klára samning og leggja hann fyrir. Nú er tíunda vika verkfalls og verðmætin eru syndandi í hafinu. Menn verða að þora að vega og meta hverjir hagsmunirnir eru. Utanaðkomandi mega ekki trufla ferlið.“

Guðmundur talar meira um ábyrgðina.
„Við getum ekki vikist undan og ef stjórnvöld ætla ekki að koma að þessu, verðum við að ljúka málinu. VM vill axla ábyrgð.“

 

Deila: