Leiðtogaþjálfun Marel

Deila:

Síðastliðin ár hefur Marel staðið fyrir leiðtogaþjálfun, Marel Leadership Program (MLP), í samstarfi við TIAS Business School í Hollandi. Markmiðið með náminu er að bera kennsl á og þjálfa starfsfólk sem býr yfir drifkrafti, hæfileikum, metnaði og jákvæðu viðhorfi sem gerir það að hugsanlegum framtíðarleiðtogum hjá Marel. Með náminu er lögð áhersla á að fjárfesta í kunnáttu, færni og forystu en það er stór hluti af menningu fyrirtækisins.

TIAS er samstarfsverkefni Tilburg University og Eindhoven University of Technology í Hollandi. Báðir skólar leggja áherslu á tækni, viðskipti og stjórnun og búa yfir áratugalangri reynslu í alþjóðlegri leiðtogaþjálfun. Financial Times telur TIAS á meðal bestu viðskiptaháskóla í Evrópu.

„Leiðtogaþjálfunin veitti mér mikinn innblástur. Námið var mér áskorun til að stíga út fyrir þægindarammann og setja mig í aðstæður sem ég hefði vanalega fundið ástæðu til að forðast,“ segir Ross Layton, Regional Sales Manager, þátttakandi í MLP

marel_leadership_program

 Framtíðarleiðtogar

Þátttakendur vinna saman í hópum að raunverulegum verkefnum sem geta haft áhrif á stefnumótum Marel en verkefnin eru að lokum kynnt fyrir stjórnendum fyrirtækisins. Þjálfunin fer fram í kennslustundum og á netinu sem þýðir að nemendur geta unnið verkefnin á þeim tíma sem þeim hentar.

Nemendurnir vinna samtímis að sínum persónulegu markmiðum á sviði forystu og skoða þær áskoranir sem leiðtogar standa frammi fyrir. Þá fá nemendur einnig leiðsögn á jafningagrundvelli þar sem þeir fá tækifæri til að þjálfa leiðtogastíl sinn og samskiptahæfileika.

„Framtíðarleiðtogar okkar þurfa að vera tilbúnir til þess að tækla áskoranir sem eiga eftir að koma upp. Leiðtogaþjálfunin gerir því starfsfólk okkar sem býr yfir forystuhæfileikum kleift að þróa möguleika sína enn frekar sem einstaklingar sem og í teymi en það gerir Marel sterkara og betur undirbúið fyrir næstu skref,“ segir Árni Oddur Þórðarson, framkvæmdastjóri Marel.

Leiðtogaþjálfuninni er fyrst og fremst ætlað að innleiða forystu í skipulag fyrirtækisins og búa til samskiptanet fólks sem starfar saman að því að vera í fararbroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á háþróuðum búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi.

 Endurmenntun og símenntun hjá Marel

Starfsfólk Marel hefur ýmis  tækifæri til þess að vaxa og þróast í starfi en til að mynda er boðið upp á Framleiðsluskóla og Youth Leadership Program, auk þess sem starfsfólk er hvatt til þess að afla sér menntunar með því að sækja annað nám eða námskeið.

Deila: