Óslitin taug – tengsl Hull og Íslands
ÓSLITIN TAUG – TENGSL HULL OG ÍSLANDS í gegnum tíðina er yfirskrift málþings sem haldið verður í Sjóminjasafninu í Reykjavík á morgun, föstudaginn 24. febrúar kl. 11-13. Málþingið fer fram á ensku en fyrirlesarar eru sagnfræðingarnir Jo Byrne frá Háskólanum í Hull, Guðmundur J. Guðmundsson og Flosi Þorgeirsson frá Háskóla Íslands.
Tilefni málþingsins er samstarf Sjóminjasafnsins í Reykjavík og systursafns þess í Hull og dagskrá sem söfnin standa saman að um þessar mundir. Hluti þeirrar dagskrár er heimsókn gesta frá Hull, m.a. fyrrum sjómanna sem munu hitta íslenska starfsbræður sína frá Landhelgisgæslu Íslands, en allir tóku þeir þátt í þorskastríðinu. Aðgangur á málþingið er ókeypis og allir velkomnir.