ISI kaupir Solo Seafood

Deila:

Iceland Seafood International, Íslenskar sjávarafurðir, hafa lýst ákvörðun sinni  um að kaupa móðurfélag Icelandic Iberica, Solo Seafood. Samkvæmt samkomulagi um kaupin munu eigendur Solo Seafood eignast hlut í ISI í staðinn. Þar eru stærst Fisk Seafood, Jakob Valgeir og Nesfiskur samkvæmt frétt á intercurrentnews.com

Kaupin nema alls um 400 milljónum evra tæplega 50 milljónum íslenskra króna og fylgja þeim ákveðnar skattalegar hagræðingar og mikil jákvæð samlegðaráhrif. Til dæmis þar sem íslensku fyrirtækin þrjú ráða yfir um 10% aflaheimilda á Íslandi og reka þar átta fiskverkunarhús. Með þessum kaupum mun ISI hafa haslað sér mikill völl innan kældra afurða. Fyrirtækið keypti írska fyrirtækið Oceanpath fyrir á þessu ári og rekur eftir þetta níu fiskréttaverksmiðjur á sjö stöðum.
Auk fyrrnefndra þriggja fyrirtækja, eru eigendur Solo Seafood þeim Bjarni Ármansson, í gegnum félags sitt Sjávarsýn, og Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjór Icelandic Iberica.

Við þessi viðskipti fá eigendur Solo Seafood 1.047 milljónir hluta í ISI eða 44,6% hlut.

Velta Icelandic Iberica á þessu ári er áætluð 14,7 milljarðar króna og að hagnaður fyrir skatta verði 576 milljónir króna. Fyrirtækið er umsvifamikið í dreifingu frystra afurða á Spáni, dreifir einnig afurðum eins og rækju, smokkfiski og lýsingi frá Argentínu.

Helgi Anton Eiríksson, forstjóri ISI, segir að þetta skref fyrir ISI marki ákveða breytingu fyrir félagið sem verði nú eitt af þremur stærstu í sölu sjávarafurða frá Íslandi og myndi þannig óslitna keðju framboðs frá veiðum til viðskiptavina. Samtímis sé unnið að fjárfestingu í sterkum og vel staðsettum fiskréttafyrirtækjum til að skapa aukin viðskiptafyrirtæki í Evrópu og annars staðar í heiminum.

 

Deila: