Enginnn dagur er eins
Maður vikunnar á kvótanum er gæðastjóri hjá Vísi hf. Í Grindavík. Hann lauk námi úr Fisktækniskólanum í Grindavík fyrir nokkrum árum og hefur auk þess lokið mörgum námskeiðum, sem nýtast honum í starfinu. Hann er frá Litháen, en hefur komið sér vel fyrir á Íslandi og er ekki neitt fararsnið á honum.
Nafn: Algirdas Kazulis
Hvaðan ertu?
Litháen
Fjölskylduhagir?
Ég er giftur Jurgitu Kazuliene og saman eigum við tvö börn Beata 15 ára og Denas 11 ára.
Hvar starfar þú núna?
Gæðastjóri hjá Vísi hf. í ferskt og frosið.
Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?
Árið 2008.
Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?
Það er fjölbreytileiki í starfi enginn dagur er eins.
En það erfiðasta?
Þegar allt „fer í skrúfuna“ í vinnunni.
Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?
Ekkert sem er birtingar hæft.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?
Það eru nokkrir en ég nefni þá ekki með nafni hér.
Hver eru áhugamál þín?
Fjölskyldan og líkamsrækt.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Fiskur.
Hvert færir þú í draumfríið?
Til Filippseyja og Tælands.