Kópur seldur til Noregs

Deila:

Þá fer veru bátsins Kóps BA að ljúka á íslandi.  þessi bátur sem var seldur frá Tálknafirði til Nesfisks í október 2015 hefur legið við bryggju í Njarðvík þar sem að kvótinn var fluttur af honum og yfir á báta Nesfisks. Fréttu er sagt á fréttaveitunni http://aflafrettir.is/frettir

Núna hefur báturinn verið seldur til Noregs.  og í raun til íslensks fyrirtækis þar.   Árið 2007 þá stofnuðu þeir bræður Hrafn og Helgi Sigvaldssynir fyrirtækið Esköy, og hafa síðan rekið það fyrirtæki.  Þeir áttu fyrst bát sem hét Saga K, enn sá bátur skemmdist mikið þegar hann sökk við bryggju í Noregi.

Þeir létu smíða fyrir annan bát mun stærri sem hét Ásta B, og búið er að selja hann núna og heitir sá bátur Akom, ( sá bátur er á listanum bátar að 15 Metra hérna á síðunni).

Síðar létu þeir smíða Saga K, sem heldur betur er búinn að fiska vel í Noregi og svo vel að fjölmiðlar í Noregi hafa margoft skrifað um talað um bátinn.

Núna hefur semsé Esköy skrifið skrefinu lengra með kaupunum á Kópi BA.  verður hann tekinn í nokkuð miklar breytingar áður enn hann fer á veiðar.  t.d Ný ljósavél. ný hliðarskrúfa, allur búnaður á dekki endurnýjaður og endurnýjun á siglingatækjum í brúnni.  þá verður báturinn allur skveraður af og málaður.

Kópur BA mun fá nýtt nafn sem er Valdimar H,  og er búið að kaupa um 1250 tonna kvóta á bátinn og því er næg verkefni fyrir hann þegar báturinn fer á veiðar.

 

Deila: