Walmart keðjan viðurkennir GSSI

Deila:

Walmart hefur breytt innkaupastefnu sinni á þann hátt að keðjan viðurkennir öll þau votttunarkerfi sem fara að FAO leiðbeiningum og hafa verið viðurkennd af GSSI (Global Sustainable Seafood Initiative). Þar með er vottunarverkefni Ábyrgra fiskveiða (Iceland Responsible Fisheries) viðurkennt.

Markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi vottunar og auðvelda samanburð og efla þannig traust og stuðla að upplýstu vali í viðskiptum með vottaðar sjávarafurðir. Í yfirlýsingu frá GSSI lýsir Herman Wisse framkvæmdastjóri GSSI yfir ánægju með að Walmart sé komið í hóp þeirra 40 aðila sem styðja GSSI. Þeir hafa skuldbundið sig til að viðurkenna öll þau vottunarverkefni sem standast GSSI úttekt. Þetta eru m.a. Ahold Delhaize, Morrisons, Metro Group, Walmart, Sodexo og High Liner Foods.

 

 

Deila: