Fiskverð og gengi

Deila:

LS hefur skoðað fiskverð og gengi í janúar og febrúar í ár og borið saman við sama tímabil í fyrra.  Meðaltalskaupgengi evrunnar í nýliðnum janúar og febrúar er 15,4% lægra en á sama tíma í fyrra.  „Með þá erfiðleika sem því fylgja er ánægjulegt að sjá að náðst hefur hækkun á óslægðum þorski og ýsu miðað við evru, dollar og pund,“ segir á heimasíðu LS.

Kaupgengi gjaldmiðla L
Þegar litið er á verð þessara tegunda á mörkuðum í janúar í ár og í fyrra varð mest hækkun í GBP 34% í þorski og 45% í ýsu.  Blákaldur veruleikinn blasir síðan við í febrúar, en þá er hækkunin á milli ára aðeins 19% í þorski og 18% í ýsu.  Lækkun GPB á þessum tímabilum var hins vegar rúm 24%.

Í janúar sl. var þorskverð  á mörkuðum 4 kr hærra en í sama mánuði 2016.  Í nýliðnum febrúar hafði hins vegar sigið á ógæfuhliðina þar sem kílóverð var þá 28 kr lægra en í fyrra.  Á þessu er ljóst að hækkun sem náðst hefur er ekki nægjanleg til að vega upp á móti styrkingu krónunnar.

Vakin er athygli á verðsveiflum á mörkuðum í upphafi þessa árs til samanburðar í fyrra.

ls umreiknarverð á fiskmörkuðum

ls Fiskverð á mörkuðum

 

 

Deila: