Sakaður um ólöglegar ýsuveiðar
Frystitogarinn Arnar HU 1 sem er í eigu Fisk Seafood þurfti að sigla að ströndum Noregs í fyrradag þar sem greiða þurfti úr ágreiningi við norsk yfirvöld vegna meintra ýsuveiða togarans í þarlendri lögsögu í febrúar í fyrra. Útgerðin reiddi fram tryggingu og Arnar siglir hraðbyr til veiða á ný.
Að sögn Gylfa Guðjónssonar útgerðarstjóra Fisk Seafood var togaranum siglt til Norður-Noregs þar sem gæslan kom um borð og greitt var úr málum. Trygging var lögð fram og gat togarinn því haldið til veiða á ný en málið verður tekið fyrir norskum dómstólum síðar á árinu.