Samskip hafna ásökunum um brot á vinnulöggjöf í Hollandi

Deila:

Samskip hafna alfarið ásökunum sem settar hafa verið fram af hálfu hollenska stéttarfélagsins FNV og fjallað var um í frétt EenVandaag Broadcast í Hollandi. Í fréttinni er FNV sagt hafa kært Samskip í Hollandi fyrir brot á vinnulöggjöf þar í landi varðandi réttindi bílstjóra, en félagið hefur engar aðrar spurnir af kærunni, eða hvort hún verður tekin til meðferðar. Frá þessu er sagt á heimasíðu Samskipa.

Starfsemi Samskipa er að fullu í samræmi við lög í Hollandi og Evrópureglugerðir. Félagið leggur áherslu á að bílstjórum sé greitt í samræmi við viðeigandi lög og reglugerðir og gerir ráð fyrir því að undirverktakar sem fyrir félagið starfa geri slíkt hið sama. Séu undirverktaka uppvísir að öðru er samningum við þá rift eins og gerst hefur í tvígang á s.l. ári.

Að mati Samskipa er það stjórnmálamanna að finna lausnir á flóknum málum sem til komin eru vegna hagsmunaárekstra sem snúa að frjálsu flæði fólks og þjónustu milli Evrópulanda annars vegar og mismunandi launastigs og ríkidæmis landanna hins vegar.

Á síðasta ári kannaði hollenska Umhverfis- og samgöngueftirlitið (ILENT) stöðu mála hjá fjölda fyrirtækja, þar á meðal hjá Samskipum. Skýrsla ILENT, sem Samskip sýndu fullt samstarf, var jákvæð að langmestu leyti. Tvö minniháttar mál komu upp þar sem annað sneri að glötuðum gögnum úr flutningabíl sem var í leigu annars staðar frá og svo misskilnings um hver væri skráður vinnuveitandi hollensks bílstjóra sem ráðinn hafði verið.

Vegna þessara mála greiddu Samskip sekt upp á 18.000 evrur alls, eða sem svarar til tveggja milljóna króna. Hvorki málin, né sektir, snúa að misnotkun á bílstjórum. Þá fengu Samskip engar aðrar viðvaranir eða sektir en  eiga í stöðugum og uppbyggilegum samskiptum við ILENT.

Finna má viðbrögð Samskipa í Hollandi hér:

http://www.samskip.com/news/samskip-response-to-fnv-allegations-and-eenvandaag-broadcast 

 

Deila: