Mannbjörg varð er bátur sökk
Björgunarsveitir björguðu þremur af fiskibát sem sökk um eina sjómílu frá landi við Hvammstanga um klukkan hálf fimm í morgun. Svo virðist sem báturinn hafi rekist á sker eða annað og því hafi komið leki að honum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Tilkynning um málið barst björgunaraðilum um klukkan hálf fjögur í nótt. Björgunarsveitarfólk fór á vettvang á báti og komumst skipverjar yfir í hann. Báturinn sökk um hálftíma eftir að björgunarsveit kom á vettvang.
Lögreglan á Norðurlandi vestra og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka málið.