Ný aflaregla fyrir síld staðfest

Deila:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur staðfest nýja aflareglu fyrir íslenska sumargotssíld til næstu fimm ára. Nýja aflareglan gefur 38.712 tonna aflamark á næsta fiskveiðiári, en gamla viðmiðunarreglan hefði gefið 40.100 tonn.

Reglan byggir á því að veiða 15% af viðmiðunarstofni (lífmassi 4+ ára í byrjun stofnmatsárs), ekkert er tekið tillit til sýkingarhlutfalls í stofninum á þeim tímapunkti, og aðgerðarmörk, þar sem draga skal úr veiðihlutfalli eru 200 þúsund tonn.

Gamla viðmiðunarreglan, sem veiðiráðgjöf hefur byggst á, byggðist á því veiða með fiskveiðidauða (F) 0.22 (svarar til um 19% stofnsins) og miðaðist við stærð hrygningarstofns við hrygningu á stofnmatsárinu. Í henni var tekið tillit til sýkingarhlutfalls í stofninum á þeim tímapunkti (þ.e.a.s. mat á stærð hrygningarstofns minnkað um sem nam metnum sýkingardauða) og aðgerðarmörk voru við 273 þúsund tonn.

 

 

 

Deila: