Lítið af loðnu í þorskinum

Deila:

Áberandi lítið fannst að loðnu í maga þeirra þorska sem Hafró skoðaði í nýafstöðu togararalli. Þetta kemur fram í umfjöllun á vef Vinnslustöðvarinnar, þar sem vísað er í viðtal við Ingibjörgu G. Jónsdóttur, fiskivistfræðing og verkefnastjóra stofnmælinga botnfiska. Fram kemur að þetta rími við að lítið hafi fundist af loðnu í umfangsmikilli leit sem gerð hefur verið á Íslandsmiðum að undanförnu.

Fram kemur í frétt Vinnslustöðvarinnar að Breki hafi togað á 154 stöðum af þeim 580 sem rannsakaðir hafi verið. Fjögur skip sinntu togararallinu að þessu sinni.  Kastað var og veitt á öllum stöðum allt niður á 500 metra dýpi, fiskurinn kannaður, veginn og metinn á alla kanta og allar upplýsingar færðar í gagnagrunn eftir kúnstarinnar reglum.

„Togararallið er grunnstoð í rannsóknum nytjastofna á miðunum við landið og mikilvæg forsenda veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofnunar. Rallið í ár var hið fertugasta í röðinni og þegar samanburðarhæfum upplýsingum hefur verið safnað í svo langan tíma gefur auga leið að glögga mynd má fá af ástandinu á hverjum tíma og þróuninni í hafinu þegar horft er um öxl til lengri tímaskeiða,” segir í fréttinni.

Þetta var fjórða árið í röð sem Breki tekur þátt í marsrallinu.

Nánar hér.

Myndirnar eru af vef Hafró.

Deila: