Með fyrsta fullfermið á Merike

Deila:

Skipstjórinn Viktor Scheving Ingvarsson og áhöfnin á togaranum Merike eru nú á leið í land með fullt skip. „Fyrsta fullfermið á þessu skipi hjá mér. Þetta hefur verið góð veiðiferð og var búið að stytta hana um viku út af góðri veiði. Það er eins og áður alltaf gott þegar vel gengur. Það er ekkert sjálfgefið og erum við þakklátir sjómenn í dag sem endranær,“ segir Viktor í færslu á fésbókarsíðu sinni.

„Ég fer næsta túr líka en ég er ekki bjartsýnn ef hafísinn fer ekki að hopa undan sumrinu hér á norðurhjara veraldar. Það verður bara að koma í ljós. Við erum að takast á við náttúruna alla daga á sjónum. Stundum gengur það vel en stundum þá er ekki gott við hana að eiga, þá er gott að anda með nefinu og bíða færis. Þolinmæðin er dygð í þessum geira mannlífsins. Fram að því er það bara sipp, hoj og slökun að hætti hússins,“ segir Viktor ennfremur.

Deila: