Svæðiskvótar ræddir í Færeyjum
Það ætti að vera möguleiki hjá svæðum í Færeyjum, sem ekki hafa aðgang að fiskveiðum nú, að komast að til að nýta auðlindina að mati Högna Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja. Þar er hann að ræða um svokallaða svæðiskvóta, sem er nýjasta tillaga færeysku landstjórnarinnar í fiskveiðistjórnun.
Fiskveiðum við Færeyjar er stjórnað með svo nefndu fiskidagakerfi, þar sem úthlutað er ákveðnum fjölda veiðidaga til skipaflokka og skipa innan þeirra. Á síðasta ári voru gerðar tilraunir til uppboða á takmörkuðum hluta aflaheimilda í þorski í Barentshafi og uppsjávartegundum.
Samkvæmt tillögu landstjórnarinnar er ætlunin að bjóða út hluta veiðiheimilda sem tengdar verða ákveðnum landshlutum. Rætt er um gegnsæja skipan, þar sem skilyrði og kvaðir muni liggja ljóst fyrir. Það verður ekki ráðherrann sem ræður hverjir fái heimildirnar, heldur er gert ráð fyrir almennu útboði