Skaginn 3X opnar skrifstofu í Noregi

Deila:

Tæknifyrirtækið Skaginn 3X hefur tilkynnt um opnun skrifstofu í Noregi. Fyrirtækið hefur verið að hasla sér völl í Noregi síðustu misserin með ofurkælingartækni sína og gert stóra sölusamninga við norsk laxasláturhús. Fyrstu starfsmenn útibúsins verða ráðnir til starfa á þessu ári. Í fréttatilkynningu kemur fram að mikill áhugi sé á vörulínum Skagans 3X í Noregi, bæði hjá hefðbundnum sjávarútvegsfyrirtækum sem og hjá laxeldisfyrirtækjum.

Deila: