Minna um grásleppu sem meðafla

Deila:

Það sem af er ári hefur mun minna veiðst af grásleppu sem meðafla heldur en á sama tíma í fyrra.  Aflinn nú er aðeins 40% af því sem landað hafði verið í fyrra 15 tonn á móti 38 tonnum. Einnig er samdráttur í rauðmaga.  Búið að veiða 12 tonn á móti 28 tonnum hlutfallið aðeins hærra en í grásleppunni.

„Hluti þessa afla hefur farið á markað, en þó er það mun lægra hlutfall heldur en 2016.  Verðið á mörkuðunum hefur hins vegar tekið kipp upp á við.  Fyrir hvert kíló af grásleppu hafa verið greiddar 76 kr sem er 46% hækkun milli ára.  Rauðmaginn er einnig dýrari, verðið nú 129 krónur á móti 84 í fyrra – rúmlega 50% upp á við.

Hvort veiði og verð á grásleppu er ávísun um gang vertíðarinnar sem hefst 20. mars næst komandi skal ósagt látið,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

 

Deila: