Bjarni tók kolmunnatroll í Færeyjum
Bjarni Ólafsson AK kom við hjá netagerðinni Vónin í Fuglafirði í Færeyjum á leið sinni á kolmunnamiðin suður af Færeyjum til að sækja nýtt uppsjávartroll, 2304 metra Capto troll.
Bjarni er áttunda íslenska skipið sem tekur Capto troll hjá Vóninni og að meðtöldum þeim og færeyskum, norskum, dönskum og breskum skipum á kolmunnaveiðum verða 30 skip með þessi færeysku troll undir.
„Capto 2304 er algengasta trollstærðin fyrir skip með meira en 5.500 hestafla aðalvélar og hefur sannað sig sem mjög sterkt og þó létt í drætti á þessum veiðum,“ segir í frétt frá Vóninni.