Kjarnorka í kvörnum fiska?

Deila:

Fimmtudaginn 6. apríl mun Dr. Steven Campana, prófessor við Háskóla Íslands, flytja erindi á málstofu Hafrannsóknastofnunar sem hann nefnir Image analysis and fire for ageing the otoliths of Sebastes and other fish species.

Í erindinu mun hann fjalla um aldursgreiningar á fiskum, m.a. karfa, og hvernig þær má bæta með aðstoð myndvinnsluforrita. Jafnframt mun hann lýsa hvernig hægt er að nýta geislavirkt kolefni í kvörnum, sem rekja má til kjarnorkusprenginga í andrúmslofti á síðustu öld, til þess að sannreyna aldursgreiningar á fiskum sem ná háum aldri.

 

Deila: