Óskað eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna SFS

Deila:

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi óska eftir tilnefningu til Hvatningarverðlauna samtakanna. „Við hvetjum ykkur til að senda inn tilnefningar um fólk og félagasamtök sem eiga skilið hvatningu og virðingarvott fyrir verk sín. Við viljum fá að heyra sögur af fólki sem gerir íslenskan sjávarútveg betri, nútímalegri, skemmtilegri eða öruggari og þar með verðmætari fyrir íslenskt samfélag,“ segir í frétt á heimasíðu SFS.

Til greina koma allir sem lagt hafa sitt af mörkum til að bæta og efla íslenskan sjávarútveg með einum eða öðrum hætti.

Við hvetjum ykkur til að deila sögum um vel unninn störf í þágu sjávarútvegs og sjávarplássa hvar sem er á landinu og hvar sem er í virðiskeðjunni og senda tilnefningar til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir 24. apríl til Hrefnu Karlsdóttir á netfangið hrefna@sfs.is. Merkja skal póstinn „Hvatningarverðlaun“.

Upplýsingar sem þurfa að koma fram í póstinum:

Nafn á samtökum eða einstaklingi sem tilnefndur er til Hvatningarverðlauna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Um 200-500 orð um af hverju einstaklingur eða samtök eigi skilið Hvatningarverðlaun.

Í fyrra hlaut Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir framkvæmdarstjóri Protis á Sauðárkróki verðlaunin. Protis er íslenskt sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á lífvirku fiskprótíni úr þorski, s.k. IceProtein.

 

Deila: