Veiðidögum á grásleppu fjölgað

Deila:

Gefin hefur verið út reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar.  Þar er staðfest að fjöldi veiðidaga á vertíðinni 2017 verða 36 í 20 eins og áður hafði verið ákveðið.

Ákvörðunin er tekin á grundvelli tillagna Hafrannsóknastofnunar um að grásleppuafli á vertíðinni fari ekki yfir 6.355 tonn. Landssamband smábátaeigenda hafði einnig lagt til fjölgun veiðidaga, meðal annars vegna þess að færri stunda nú veiðarnar en áður.

Grásleppuveiðar hófust 20. mars síðastliðinn en upphaf veiða er misjafnt eftir veiðisvæðum.

Deila: