Aldrei mælst meira af þorski

Deila:

Stofnvísitölur þorsks, gullkarfa og löngu mældust háar miðað við síðustu þrjá áratugi samkvæmt niðurstöðum stofnmælingar botnfiska Hafrannsóknastofnunar í mars. Vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins, en vísitölur steinbíts eru lágar. Stofnvísitala þorsks hefur aldrei verið hærri í þessum mælingum.

Helstu markmið verkefnisins eru að fylgjast með breytingum á stærð, útbreiðslu og líffræðilegu ástandi botnlægra fiskistofna og hitastigi sjávar á landgrunninu. Nánari niðurstöður um stofnvísitölur, útbreiðslu,meðalþyngdir og hitastig sjávar má finna í skýrslunni stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum 2017.

Niðurstöður stofnmælingar í mars eru mikilvægur þáttur árlegrar úttektar Hafrannsóknastofnunar á ástandi nytjastofna við landið. Mat á stofnstærð helstu tegunda botnfiska og tillögur Hafrannsóknastofnunar um aflamark fyrir næsta fiskveiðiár verða kynntar í júní. Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum (marsrall) fór fram í 33. sinn dagana 25. febrúar til 18. mars. Fjögur skip tóku þátt í verkefninu; rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og togararnir Barði NK og Ljósafell SU. Togað var með botnvörpu á tæplega 600 stöðvum allt í kringum landið.

Helstu niðurstöður

http://www.hafogvatn.is/wp-content/uploads/2016/11/hv2017-017.pdf

 

Deila: