Fjögur skip lönduðu kolmunna í mars

Deila:

Veiðar íslenskra skipa úr deilistofnum hófust í marsmánuði. Alls lönduðu fjögur skip afla úr kolmunna í mánuðinum samtals 10.423 tonnum samkvæmt frétt á heimasíðu Fiskistofu. Jón Kjartansson SU-111 hefur landað mestum kolmunaafla á vertíðinni eða 2.810 tonnum og Börkur NK-122 hefur landað 1.830 tonnum.

Kolmunnaveiðar íslenskra skipa hófust fyrr á síðasta ári en á yfirstandandi  ári, eða í janúar og  landaði þá Börkur NK-122 fyrsta afla vertíðarinnar þann 16. Janúar, þá 1.978 tonn. Kolmunnaaflinn var fyrstu þrjá mánuði síðasta árs alls 47.549 tonn samanborið við 10.423 tonn á þessu ári.

 

Deila: