Fyrsti kolmuninn til Eyja

Deila:

Ísleifur VE, skip Vinnslustöðvarinnar, kom til heimahafnar í gær með fyrsta kolmunnafarminn sem tekið er á móti í Eyjum á þessu ári. Í skipinu voru um 2.000 tonn sem veiddust suður af Færeyjum.

„Kolmunninn er horaður ennþá og á eftir að bæta á sig þegar kemur fram á sumarið. Vertíðin lítur annars vel út, við heyrum að mikið hafi fengist af kolmunna við Írland í vetur og úr þeim sama stofni veiddum við nú,“ segir Helgi Geir Valdimarsson, skipstjóri á Ísleifi.

„Við sigldum 420 mílur af miðunum til Eyja og vorum hálfan annan sólarhring á leiðinni í slæmu veðri á kafla. Ég geri ráð fyrir því að við förum út aftur á morgun,“ sagði Helgi Geir í samtali við heimasíðu VSV í gær.
Kolmunni ísleifur (2)

 

 

Deila: