Aðeins 1% aukning í þorskkvóta

Deila:

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um hámarksafla í þorski hækkar aðeins um 1%, samkvæmt ráðgjöf stofnunarinnar, sem kynnt var í morgun. Lagt er til að veidd verði 211.309 tonn af þorski. Fram kom í kynningunni að ef ekki hefði verið fyrir jöfnunarreglu hefði hækkunin verið 2%.

Viðmiðunarstofn þorsks er metinn 976 þúsund tonn og mælst 7% hærri en í fyrra. Bjarki Þór Elvars­son, töl­fræðing­ur á botnsjáv­ar­sviði, sagði í kynningu sinni að gert sé ráð fyrir að þorskstofninn muni stækka á næstu tveimur árum, en ekki sé að vænta byltingar í þeim efnum. Árgangarnir 2019 og 2010 séu yfir meðaltali áranna 1986 til 2020.

Ráðgjöf fyrir ýsu, gullkarfa og sumargotssíld hækkar mikið. Samdráttur er hins vegar í ufsa og grálúðu. Þá er lagt til að djúpkarfastofninn verði friðaður næstu ár.

 

Deila: