Aukningin ekki í takti við upplifun sjómanna

Deila:
Á vef Landssambands smábátaeigenda segir ium nýja ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar fyrir næsta fiskveiðiár, að aukningin í þorski sé ekki í takti við upplifun sjómanna. Stofnunin leggur til að aukningin verði 2.463 tonn, eða 1,2%. LS segir að þetta séu vonbrigði þegar sjórinn sé fullur af þorski.
„Fyrir ári spáði stofnunin að viðmiðunarstofn á þessu ári yrði 1 124 180 tonn, niðurstaðan er hins vegar 1 068 860 tonn eða 4,9% lægri en spáð var.  Þá þótti LS spáin varfærin og í ljósi tíðinda af miðunum frá þeim tíma kemur ráðgjöfin nú verulega á óvart.”
Ráðgjöf í ýsu er hins vegar í takt við reynslu sjómanna að mati LS. Hún nemur 23%. Leyfilegur heildarafli ýsu er þannig aukinn um 14 196 tonn.
Deila: