Lokaniðurstöður kynntar í dag

Deila:

Lokaniðurstöður starfshópa verkefnisins Auðlindin okkar  verða kynntar í hádeginu. Frá þessu greinir Matvælaráðuneytið. Um er að ræða verkefni sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ýtti úr vör í maí 2022 og kallaði til fjölmarga sérfræðinga. Markmið verkefnisins er hagkvæm og sjálfbær nýting sjávarauðlinda í sátt við umhverfi og samfélag og byggir á þremur stoðum sjálfbærrar þróunar: umhverfi, efnahag og samfélagi.

Eftir að skýrslan hefur farið í samráðsgátt stjórnvalda verður unnið nýtt frumvarp til nýrra heildarlaga um nýtingu og stjórnun nytjastofna sjávar. Kynning skýrslunnar og þeirra tillagna sem þar eru fram settar marka því ekki endalok vinnunnar, heldur upphaf að frekari umræðu og vinnu um málefnið svo sem í gegnum samráðsnefnd um sjávarútvegsstefnu og samráðsgátt stjórnvalda.

Samhliða vinnu við verkefnið voru unnin drög að stefnu um sjávarútveg sem m.a. byggja á matvælastefnu til 2040. Stefnan inniheldur framtíðarsýn íslensks sjávarútvegs til 2040, gildi sjávarútvegs og áherslur og er ætlað að vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku um sjávarútveg í sátt við umhverfi og samfélag.

Streymið verður aðgengilegt hér, og skýrslan Auðlindin okkar – sjálfbær sjávarútvegur  hér þegar streymi hefst.

Deila: