Tvær málstofur um hugverkarétt

Deila:

Tvær málstofur um hugverkarétt verða á sjávarútvegsráðstefnunni síðar í haust. Íslenskur sjávarútvegur er mjög framarlega og hefur mörgu að miðla bæði til annarra atvinnugreina hér á landi og sjávarútvegs erlendis. Þrátt fyrir það er ýmislegt sem greinin getur lært af öðrum atvinnugreinum. Í því sambandi má e.t.v. nefna verndun hugverkarétta.  Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2017 eru tvær samliggjandi málstofur um hugverkarétt:

Hugverkaréttur í sjávarútvegi – Af hverju að verja hugverk?

Hugverkaréttur í sjávarútvegi – Hvernig skal verkja hugverk?

Verndun hugverka

Íslandi er aftarlega í verndun hugverka í samanburði við önnur lönd. Verndun hugverka er mikilvæg til að vera samkeppnishæf á alþjóðlegan mælikvarða. Til þess að koma í veg fyrir að aðrir hafi aðgengi að hugverkum,  er ekki hægt að skella hugverkum inn í öryggisskáp og læsa, eins og hægt er að gera ef um áþreifanleg verðmæti er að ræða. Hugverk eru allt annars eðlis. Hugverkavernd er fengin með einkaleyfi, vörumerkjavernd, höfundavernd og hönnunarvernd.

Í málstofunum tveimur um hugverkarétt verða flutt níu erindi og eru flestir fyrirlesaranna frá öðrum atvinnugreinum en haftengdri starfsemi. „Við sem vinnum í íslenskum sjávaraútvegi höfum eflaust gott að heyra af því sem vel er gert í öðrum atvinnugreinum og vondi nýta þá þekkingu til að efla enn frekar íslenskan sjávarútveg,“ segir meðal annars á heimasíðu ráðstefnunnar.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Deila: