Umhverfissjóður sjókvíaeldis úthlutar 87 milljónum

Deila:

Meginmarkmið með styrkjum úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Að þessu sinni var úthlutað tíu styrkjum alls að upphæð 86,6 m.kr.

Eftirtöld verkefni hlutu styrk:

  1. Matís og Hafrannsóknastofnun. Erfðafræðileg áhrif laxeldis á villta laxastofna 6 m.kr.
  2. Hafrannsóknastofnun. Útbreiðsla laxfiska og umhverfisþættir vatnsfalla á Austfjörðum 3 m.kr.
  3. Náttúrustofa Vestfjarða. Vöktun á lús á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 4,94 m.kr.
  4. Náttúrustofa Vestfjarða.  Bætt vöktun fiskeldis með notkun líffræðistuðla  1,8 m.kr.
  5. Hafrannsóknastofnun. Vöktun á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis 22 m.kr.
  6. Tilraunastöð HÍ að Keldum. Rannsóknir á veirusýkingum í hrognkelsum 5 m.kr.
  7. Landssamband Veiðifélaga. Gerð skýrslu um heildar efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi 1 m.kr.
  8. Akvaplan-niva. Hrognkelsi – Lífræna lúsaætan 4 m.kr.
  9. Hafrannsóknastofnun. Áhætta erfðablöndunar á villta stofna 13,875 m.kr.
  10. Hafrannsóknastofnun. Mat á burðarþoli fjarða og sjókvíaeldissvæða 25 m.kr.

 

Deila: