Sjávarútvegsráðherrar Bretlands og Færeyja ræddu málin

Deila:

Høgni Hoydal, sjávarútvegsráðherra Færeyja, hitti starfsbróður sinn á Bretlandseyjum, George Eustice, í London í gær. Þetta var sögulegur fundur því sjávarútvegsráðherrar þessara landa hafa aldrei hist áður.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir um sameiginleg áhugamál landanna við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fjallað var um samninga strandríkja til framtíðar, samstarf landanna á sviði sjávarútvegs og viðskiptasambönd þjóðanna. Einnig ræddu ráðherrarnir um málefni norðurslóða og samstarf þar.

Auk þess sýndi breski ráðherrann mikinn áhuga að kynna sér fiskveiðistjórnun í Færeyjum og kemur bresk sendinefnd til Færeyja í síðustu viku júní til að kynna sér framkvæmd fiskveiðistjórnunar þar.

Í lok viðræðnanna lögðu ráherrarnir áherslu á náið samstarf milli þjóðanna á þeim sviðum, sem rædd voru á fundinum.

Deila: