Grásleppuveiðimenn geta frestað upphafi strandveiða

Deila:

 

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur boðað að veiðidögum á grásleppu verði fjölgað úr 36 í 46 með reglugerð sem tekur gildi nk. miðvikudag, 3. maí.   Fiskistofa hefur þess vegna ákveðið að gera ekki kröfu um að þeir aðilar sem hyggjast halda áfram grásleppuveiðum dragi net sín upp  sé það svo að þeir veiði í fleiri en 36 daga fyrir nk. miðvikudag.

Ennfremur hafa sumir  aðilar á grásleppuveiðum þegar sótt um og greitt fyrir strandveiðileyfi sem þeir hafa virkjað þannig að þeir fari af grásleppu á strandveiðar á fyrsta degi strandveiðitímbilsins sem er þriðjudagurinn 2. maí. Fiskistofa  hefur ákveðið að þeir grásleppuveiðimenn sem þannig er ástatt fyrir og vilja nýta sér fjölgun veiðidaga á grásleppu geti með því að senda Fiskistofu tilkynningu með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is fyrir lok dags þriðjudaginn 2. maí frestað upphafi strandveiða sinna til þess dags sem þeir tilkynna í tölvupóstinum.

Fiskistofa bendir  þeim öðrum grásleppuveiðimönnum sem hafa  sótt um og greitt fyrir strandveiðileyfi og tilkynnt um upphafsdag sinna strandveiða 3. maí eða síðar að þeir þurfa fyrirfram að tilkynna Fiskistofu með tölvupósti á fiskistofa@fiskistofa.is um frestun á upphafsdegi strandveiða sinna ef þeir vilja nýta sér fjölgun á veiðidögum á grásleppu.

Deila: