Nýir frystigámar til Samskipa

Deila:

Samskip hafa fjárfest í eitthundrað og fimmtíu nýjum frystigámum fyrir á þriðja hundrað milljónir króna.

Gámarnir eru smíðaðir í Kína hjá CIMC en frystivélarnar eru frá Thermo King og kallast Magnum Plus. Stærsti hluti gámanna er kominn til Rotterdam og mun þeir tínast heim til Íslands einn af öðrum við fyrsta tækifæri. „Nýju frystigámarnir eru sambærilegir eldri gámum félagsins og hugsaðir til endurnýjunar þannig að viðskiptavinir geti treyst á fullkomnasta flutningsmáta sem völ er á,“ segir á heimasíðu Samskipa.

 

Deila: