„Makríllinn er mesti óvinur villta laxins“

Deila:

„Það er ekki laxalús sem er mesti óvinur villta laxins heldur makríllinn“. Segir Jens Christian Holst fiskifræðingur í Noregi. Samtal við hann er birt á heimasíðu Landssambands fiskeldisstöðva.
Að mati Holst eru tæki vísindamanna ekki nógu góð til að mæla vel stofna uppsjávarfiska, sérstaklega makríls. „Eins og ég sé það er reynslan sú að stofnstærð makríls er mjög vanmetin. Líklega er stofninn tvisvar til þrisvar sinnum stærri en ICES (Alþjóða Hafrannsóknarráðið) metur.“
Holst vann í 23 ár við Hafrannsóknastofnun Noregs og var m.a. ábyrgur fyrir stofnmati síldar. Hann valdi að segja upp eftir ágreining um einstofnamódel fyrir fiskveiðistjórnun. „Ég reyndi að segja að það þyrfti að breyta miklu í veiðiráðgjöfinni á árunum 2008 til 2013 en það fór svo að ég fékk fyrirmæli um hvað ég mátti segja og hvað ekki ásamt því að fjárveitingar til vistfræðirannsókna í Noregshafi minnkuðu. Árið 2013 voru þær komnar í núll og ég valdi að segja upp. Nú er hann sjálfstætt starfandi.

„Einhvers staðar var skekkja“
Holst var í lok tíunda áratugarins einn af frumkvöðlum rannsókna á laxaseiðum sem voru að ganga til hafs. Það leiddi m.a. til forsíðufrétta um að laxalús dræpi villta laxinn. Sýni sem hann og kollegar hans höfðu tekið í Sognfirði sýndu allt að 85 lýs að meðaltali á sjógönguseiði. Hann var sannfærður um að lúsin dræpi laxinn. Síðari rannsóknir vöktu efasemdir hans. Eitthvað var rangt í niðurstöðunum. Hann fann ekkert sannanlegt samhengi milli veiða og árgöngunum með mestu af lús á gönguseiðunum. Einhvers staðar var skekkja.
„Ég hef síðan notað mikinn tíma til að reyna að skilja hvað var rangt. Hvers vegna gaf árgangur með 85 lýs að meðaltali á seiði samt eðlilega veiði? Eins og ég sé það í dag var það bara mjög lítill hluti sjógönguseiðanna sem fékk lús, líka árið 2001. Lúsugi fiskurinn breytti atferli sínu, hvarf úr göngutorfunum og varð staðbundinn í firðinum. Við veiddum því ekki úr marktækum hluta sjógönguseiðanna, heldur langmest í þeim hluta sem var sýktur af lús og varð eftir í firðinum.“

„Tölurnar um afföll vegna laxalúsar eru stórlega ofmetnar“
Hann hætti í laxalúsarrannsóknunum þegar þetta varð honum ljóst. – Það var um 2005 enn þá var snjóboltinn byrjaður að rúlla og á meðan varu lúsarannsóknirnar orðar að „iðnaði.“ Even Söfteland laxeldismaður sakaði mig um að hafa kostað laxaiðnaðinn 6 milljarða króna í aflúsun. Ég sé að tölur okkar um afföll eru stórlega ofmetnar, en voru mikilvægar í ljósi þess að iðnaðurinn fékk fljúgandi byrjun á „Slice“-aðferðinni við aflúsun um 2000-2002. Það virkaði vel. Þegar við tókum sýni 2002 var lúsafjöldinn kominn niður í 10% af því sem áður var og hefur að mestu haldist þar síðan.
Holst leggur áherslu á að hann er hlynntur eldi í lokuðum kerfum og er þeirrar skoðunar að norskt fiskeldi eiga að stefna þangað eins fljótt og það er mögulegt. „Alla vega ef við viljum vaxa og ekki síst efvið ætlum í 5 milljón tonn á ári. Tækni dagsins í dag er hvorki nægielga sjálfbær né nógu góð til þess að svo mikill vöxtur sé ásættanlegur.
Hann telur að yfirvöld eigi að þrýsta með ívilnunum, eins og til dæmis með „grænum“ leyfum og þróunarleyfum, t.d. með ókeypis leyfum til þeirra sem byggja lokaðar stöðvar með uppsöfnun á úrgangi. Það er mikið tækifæri í úrgangi til fóðurgerðar fyrir laxeldisbændur eins og bændur á landi hafa gert alla tíð.

Laxalús hefur ekki merkjanleg áhrif á laxagöngur í Noregi
Svo laxalúsin hefur ekki þýðingu fyrir villta laxinn? – „Í dag tel ég að ég ekki séu til reynslutölur sem styðja það að laxalús hafi merkjanleg áhrif fyrir laxagöngur í norskar ár.
Holst telur því að við verðum að leita í hafinu eftir aðalorsökum þess að villilaxastofnar minnka. „Lítum við til ástands vistkerfisins í Norskahafinu og nálægra hafsvæða er það einn þáttur sem er skýrari en nokkur annar, nefnilega hinn metstóri makríllstofn.“

Vanmat á stærð makrílstofnsins
Holst telur að við höfum með langvarandi vanáætlun samhliða góðri nýliðun gert makrílnum mikinn greiða. Hann hefur vaxið í stærð og útbreiðslu sem hefur bein neikvæð áhrif á magn átu í hafinu, sem og étið mikið af síld, þorsk, tobs, brislingi, ekki síst seiði og ungfisk. Vegna mikillar útbreiðslu makríls er hann nú að hrygna í fyrsta sinn og vaxa á svæðinu á milli Stadt, Færeyja og Vesterålen, þar með í fjörðum Noregs. Ungviði frá 2016 er nú tilbúið að éta meðal annars vorgotssíldina sem um þessar mundir er að byrja að reka í norðurátt. Ég er ekki bjartsýnná afkomu lunda og annarra sjófugla á nsætu árum og heldur ekki á vafkomu norskra sjómanna sem reiða sig á vorgotssíldina. Við erum að fara inn í spennandi tíma fyrir vistkerfi Noraustur-Atlantshafsins – sem eiga að vekja athygli fræðimanna og veiðistjórnunar.

Hnattræn hlýnun
– En er ekki hnattræn hlýnun ástæða þess að makríllinn leitar í norðurátt?
– Mikil útbreiðsla makríl er vegna sultar og þéttleika þar sem fiskurinn leitar í kaldari sjó eftir fæðu um árabil. Norksahafið hitnaði umtalsvert frá 1995 til 2007 en síðan hefur hitastig lækkað og er nú á svipuðum slóðum og langtímameðaltalið er. Það er í þess kælingartímabili sem makríll hefur breiðst mest út og vaxið. Almennt lítu út fyrir að bæði hlýnun og kólnun hafi verið hagstæð fyrir nýliðun uppsjávarstofna og að sérstaklega kolmunna og makríl hafi vegnað vel á báðum tímabilum. Gagnstætt vorgotssíldini er hrygningarsvæði beggja utan Norskahafsins og því er líklega minna afrán á ungviði þessara stofna? Ungviði vorgotssíldar á erfiðar uppdráttar eftir að makríllinn fór að koma á uppvaxtarsvæði þess. Þetta endurspeglast meðal annars í því að nýliðunuarmynstur vorgotssíldarinnar virðist hafa brotnað niður eftir 2004.

Villtir laxastofnar stærri þegar makríl og síldarstofnar voru minni en nú
– Hversu viss ertu um þetta?
– Þetta er kenning. En það er einnig kenning að laxalús drepi niður villta laxastofna í dag. Stofnar hans voru mun stærri á áttunda áratugnum – en þá voru makríl- síldarstofnar nálægt núlli og samkeppni við laxaseiði í hafinu nálægt núlli. Þetta gaf ævintýralegan vöxt og laxveiði frá Grænlandi til efstu veiðisvæða áa um alla Evrópu. Nu er staðan þveröfug um allt.
Fiskifræðingurinn Leif Nöttestad, sem er ábyrgur fyrir veiðiráðgjöf makríls við Hafrannsóknarstofnun Noregs lýsti, á ráðstefnu uppsjávariðnaðarins nýlega, þróun og útbreiðslu makríls sem gleðilegri sögu.
– Það er líka kenning. Og hún er gagnstæð kenningunni um vanveiði og ofbeit, sem ég hef sett fram. Það eru margar kenningar og það þarf að sannreyna þær á heildrænan og opinn hátt. Eins og ég sé þetta ætti þeirri vinnu að vera stýrt utanfrá, það er mikið stolt („prestisje“) innan fiskveiðistjórnunarinnar, sem við segjum „heimsins besta“. Við erum með góðar rannsóknir, veiðiráðgjöf og veiðistjórnun, en kannski urðum við of góð í makrílnum? Með óásættanlegum afleiðingum? Kannski Ríkisendurskoðun ætti að stýra skoðuninni? Það liggur á. Komandi sumar verður spennandi og lundavarpið á Röst í Lofoten veður einn af fyrstu vísunum um hvers má vænta af vaxandi beit makríls á næstunni.

Norska „ljósastýringarkerfið“
Holst er gagnrýninn á „Ljósastýringarkerfið“ sem á að stýra vexti laxeldisins. – Það á að nýta smitálag sjóurriða, laxaseiða í kvíum og módel fyrir straum, fiskgöngur og smit sem mælieiningu fyrir dauða af völdum laxalúsar á laxaseiði á leið úr ánum á leið til úhafsins. En á meðan sjóurriðinn er staðbundinn og verður því undir smitálagi viðstöðulaust þá fara sjógöngulseiðin úr ánum stystu leið til hafs á um 20 km hraða á sólarhring. Laxaseiðin í kvíunum synda í bylgjum af lúsamenguðum sjó sem þau fá á sig fjórum sinnum á sólarhring af völdum flóðs og fjörustrauma, án þess að geta forðað sér. Og straumamódelin hafa í besta falli 50 metra upplausn. Þetta er of gróft því svifáta og lýs dreifast um sjóinn í umhverfi sem er í miklu smærri einingum og þar með smitleiðirnar líka. Eigi að nota dauða á villtum laxaseiðum á útleið úr ám sem stýringarverkfæri þá þarf að nota stærðir sem tengjast sannanlega beint dauða seiða á útleið af völdum lúsasmits.
Verði þetta gert er hann hræddur um að vöxtur laxeldis verði óheftur alls staðar.
– Það mun hvorki verða gott fyrir iðnaðinn, t.d. með tilliti til sjúkdóma, né sjóurriðann á ákveðnum svæðum. Þetta hef ég rætt við Hafrannsóknarstofnun, en áhuginn er lítill segir hann.
Nákvæmari faglega útlistun mun hann leggja fram á ráðstefnu í Lofoten.

 

Deila: