Óli á Stað með 10 tonn í fyrsta róðri

Deila:

Hinn nýi Óli Á Stað GK 99 fór i sinn fyrsta róður að kveldi 20. Maí. Það var heppilegt að á bryggjunni þegar báturinn var að fara var sjávarútvegsráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Hún brást vel við og sleppti springnum þegar haldið var til veiða. Aflinn i veiðiferðinni var um 10 tonn og var uppistaðan þorskur. Þessu var svo fagnað á bryggjunni með tertum og guðaveigum sem runnu ljúft ofan í mannskapinn.

Óðinn Arnberg skipstjóri í löndun.

Óðinn Arnberg skipstjóri í löndun.

Veisla á bryggjunni.

Veisla á bryggjunni.

Þessi frásögn birtist á heimaíðunni http://thorgeirbald.123.is/ myndina af bátnum tók Þorgeir Baldursson en hinar myndirnar tók Gestur Ólafsson.

 

Deila: