Leiðbeiningar til umsækjenda um heimavigtunarleyfi
Fiskistofa hefur tekið saman leiðbeiningar til umsækjenda um heimavigtunarleyfi. Þar er farið yfir þau gögn, sem skila þarf til Fiskistofu, þegar sótt er um heimavigtunarleyfi á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1996 um umgengni um nytjastofna sjávar með síðari breytingum, reglugerðar nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla og reglugerðar nr. 659/2014 um vigtun og skráningu meðafla við veiðar á uppsjávarfiski.
Þá hafa leiðbeiningarnar að geyma þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til innra eftirlits heimavigtunarleyfishafa svo það verði talið traust í skilningi laga.
Með útgáfu leyfis á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1996 til að vigta sjávarafla, sem ekki hefur áður verið vigtaður á hafnarvog, er viðkomandi vigtunarleyfishafa treyst fyrir vigtun sem opinber aflaskráning byggist á sem hornsteinn íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins.
„Traust innra eftirlit er ein grunnforsenda þess að Fiskistofu sé heimilt að veita slík leyfi og er til merkis um ábyrga starfsemi útgerðar og vinnslu. Regluleg og vönduð framkvæmd innra eftirlits er til þess fallin að draga verulega úr hættu á því að frávik frá réttu verklagi, bilanir í búnaði, innsiglisrof eða önnur atvik leiði til þess að grípa þurfi til viðurlagaúrræða á grundvelli laga.
Það er von Fiskistofu að leiðbeiningarnar auðveldi umsækjendum að undirbúa umsóknir sínar og að þær hjálpi til við að skapa traust og öruggt starfsumhverfi við vigtun sjávarafla,“ segir á heimasíðu Fiskistofu.
leiðbeiningar til umsækjenda um um heimavigtunarleyfi.