Fiskneysla getur dregið úr líkum á krabbameini

Deila:

Krabbameinsfélagið býður fjölmiðlum og almenningi á kynningu á nýrri skýrslu sem tekin var saman fyrir Krabbameinsfélagið þar sem teknar eru saman helstu rannsóknir á tengslum fiskneyslu við krabbameinsáhættu og framgang sjúkdómsins, með áherslu á krabbamein í brjóstum og blöðruhálskirtli. Kynningin er í dag, fimmtudaginn 1. júní, frá kl. 12–12:40, í Háalofti í Hörpu.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS er fundarstjóri.

Dagskrá

Heilsusamlegir lífshættir draga úr líkum á krabbameini (12:00 til 12:05)

Valgerður Sigurðardóttir, krabbameinslæknir og formaður stjórnar Krabbameinsfélags Íslands.

Rannsóknir hafa sýnt að draga megi úr líkum á krabbameini með hollri fæðu og daglegri hreyfingu. Fyrir Evrópubúa hefur verið áætlað að þeir sem tileinka sér heilsusamlega lífshætti geti minnkað líkur á krabbameini um allt að helming.

Tengsl sjávarfangs og krabbameina (12:05 til 12:25)

Jóhanna E. Torfadóttir, löggiltur næringarfræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum við Miðstöð lýðheilsuvísinda Háskóla Íslands.

Jóhanna kynnir nýja skýrslu sem unnin var fyrir Krabbameinsfélagið. Þar er farið yfir helstu rannsóknir á tengslum fiskneyslu við krabbameinsáhættu og framgang sjúkdómsins, með áherslu á krabbamein í brjóstum og blöðruhálskirtli.

Fæðuvenjur á mismunandi æviskeiðum og áhætta á brjóstakrabbameini (12:20 til 12:35)

Álfheiður Haraldsdóttir, lýðheilsufræðingur og doktorsnemi í lýðheilsuvísindum.

Álfheiður kynnir niðurstöður úr doktorsverkefni sínu, um áhrif íslensks mataræðis á áhættu á brjóstakrabbameini.

 

Deila: