Stjórn SVN endurkjörin

Deila:

Á aðalfundi Síldarvinnslunnar hf., sem haldinn var í vikunni, var stjórn félagsins endurkjörin.  Stjórnin er þannig skipuð: Anna Guðmundsdóttir, Björk Þórarinsdóttir, Guðmundur Rafnkell Gíslason, Ingi Jóhann Guðmundsson og  Þorsteinn Már Baldvinsson.  Varamenn eru  Arna Bryndís Baldvins McClure og Halldór Jónasson

Á stjórnarfundi að loknum aðalfundinum var Þorsteinn Már Baldvinsson kjörinn formaður stjórnarinnar. Þorsteinn hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2003 en hann hefur átt sæti í stjórn félagsins frá árinu 2001.

Á myndinni er stjórn, varastjórn og framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar. Talið frá vinstri: Ingi Jóhann Guðmundsson, Guðmundur R. Gíslason, Arna Bryndís Baldvins McClure, Gunnþór B. Ingvason
framkvæmdastjóri, Anna Guðmundsdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Björk Þórarinsdóttir og Halldór Jónasson.
Ljósm. Smári Geirsson

 

Deila: