Færeyjar taka þátt í alþjóðlegum ráðstefnum
Høgni Hoydal, skjávarútvegsráðherra Færeyja, var fulltrúi þjóðar sinnar á alþjóðlegu ráðstefnunni Hafið okkar (Our Ocean), sem haldin var á Möltu síðastliðna fimmtu- og föstudaga. Evrópusambandið var gestgjafi ráðstefnunnar, þar sem þjóðarleiðtogar og embættismenn tóku þátt.
Þetta var fjórða ráðstefnan af þessu tagi en fyrrum utanríkisráðherra John Kerry stóð fyrir þeirri fyrstu í Washington 2014
Markmiðið með ráðstefnunni er árleg áminning á háu stjórnmálastigu um hafið og hvatning til þjóðríkja, atvinnulífsins og áhugamannafélaga til að taka til hendinni við verndum hafsins og tryggja sjálfbæra nýtingu hafsins og auðlinda þess.
Dagana áður stóðu Færeyingar fyrir ráðstefnu fiskveiðiþjóða um „bláan vöxt“ á Möltu, meðal annars til að tryggja betri aðsókn að ráðstefnunni um Hafið okkar. „Þátttaka Högna Hoydal á báðum ráðstefnunum var gott tækifæri til að byggja upp og treysta sambönd við aðrar fiskveiðiþjóðir um víða veröld, sem standa frammi fyrir svipuðum áskorunum og möguleikum og færeyska þjóðin, að gera meiri verðmæti úr því, sem úr hafinu kemur,“ segir í frétt frá Færeyska sjávarútvegsráðuneytinu.
Meira um „Hafið okkar“ má lesa á www.ourocean2017.org.
Sömuleiðis er hér hlekkur sem sýnir myndatökur af leiðtogum á ráðstefnunni: http://europa.eu/!cV83TJ.