Varðin í Færeyjum brennur
Mikill eldur komu upp í uppsjávarfrystihúsinu Varðin á Tvöroyri í Færeyjum í morgun. Mikinn reyk lagði frá húsinu og var hann ammoníakmengaður og því stórhættulegur fólki. Þegar líða tók á daginn náðist að hemja eldinn meðal annars með sjódælingu færeyska varðskipsins Brimils.
Frystihúsið er eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum og afkastamesta. Það er fyrsta stóra uppsjávarfrystihúsið sem Slaginn og Kælismiðjan Frost hafa reist á undanförnum árum.
Samkvæmt færeyskum fréttum er tjónið gífurlegt og húsið mjög illa farið eða jafnvel ónýtt.
Þessi bruni mun því hafa mikil neikvæð áhrif á vinnslu Færeyinga á uppsjávarfiski á næstu misserum.
Hér að neðan er tengill í myndir frá brunanum: