Stjórn SVN endurkjörin

Deila:

Á aðalfundi Síldarvinnslunnar sl. föstudag var stjórn félagsins endurkjörin. Stjórnin er þannig skipuð: Anna Guðmundsdóttir, Björk Þórarinsdóttir, Guðmundur Rafnkell Gíslason, Ingi Jóhann Guðmundsson og Þorsteinn Már Baldvinsson. Varamenn eru Arna Bryndís Baldvins McClure og Halldór Jónasson.

Stjórnarformaður er Þorsteinn Már Baldvinsson en hann hefur gegnt formennskunni frá árinu 2003.
Á myndinni er stjórn Síldarvinnslunnar ásamt Gunnþóri B. Ingvasyni framkvæmdastjóra. Ljósm: Smári Geirsson

 

 

Deila: