Ver doktorsritgerð um konur í sjávarútvegi á norðanverðum Vestfjörðum

Deila:

Alexandra Yingst mun verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða mánudaginn 19. júní. Ritgerð hennar fjallar um þátttöku kvenna í sjávarútvegi á norðanverðum Vestfjörðum og ber titilinn Women Involved with Fisheries in the Northern Westfjords of Iceland: Roles, Perceptions, and Hopes. Vörnin hefst kl. 15:00 í Háskólasetri Vestfjarða og er opin öllum.

Leiðbeinandi ritgerðarinnar er dr. Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Prófdómari er dr. Margaret Willison, dósent við University of Washington og höfundur bókarinnar Seawomen of Iceland. Survival on the Edge.

Útdráttur

Gögn um konur í sjávarútvegi og fiskeldi skortir um allan heim. Á Íslandi hafa konur gegnt veigamiklu hlutverki í sjávarútvegi í gegnum aldirnar en í dag er litið framhjá þátttöku þeirra. Þær hafa önnur hlutverk og ólíka reynslu en karlmenn í geiranum og með því að veita ólíkri reynslu þeirra athygli er hægt að bæta stjórnunina sem bæði getur gagnast þeim sjávarfyrirtækjum sem þær vinna fyrir og starfsfólkinu sjálfu. Á Vestfjörðum í dag eru flestar konur sem starfa við sjávarútveg í vinnu við fiskverkun og mikið af starfsfólkinu eru konur frá öðrum löndum.

Í ritgerðinni eru borin saman hlutverk, skynjun og vonir íslenskra kvenna og kvenna frá öðrum löndum. Bæði var stuðst við viðtöl og spurningalistakönnun og eru því bæði eigindleg og megindleg notuð í ritgerðinni til að lýsa lífi kvenna sem starfa í þessum geira á norðanverðum Vestfjörðum. Niðurstöðurnar sýna að það er mikill munur á milli lífsgæða kvenna frá ólíkum löndum sem starfa í sjávarútvegi og íslenskra kvenna.  Þær sýndu að íslenskar konur búa við betri lífsgæði en konur af öðrum þjóðernum og að pólskar konur búa við verst lífskjör. Niðurstöðurnar lýsa því einnig hvers vegna konur frá öðrum löndum eru fremur viðriðnar störf í þessum geira heldur en íslenskar konur, ásamt því að lýsa því hvað konum finnst um að starfa við fiskvinnslu. Upplýsingar úr rannsóknum sem þessari geta komið með nauðsynlega og mikilvæga staðbundna þekkingu um lífsgæði kvenna sem starfa við geirann svo hægt sé að taka félagslega ábyrgar ákvarðanir í þessum geira.

 

Deila: