Akurey komin heim

Deila:

Hinn nýi ísfisktogari HB Granda, Akurey, er kominn til heimahafnar á Akranesi eftir siglingu frá skipasmíðastöð í Tyrklandi.

Akurey er systurskip Engeyjar, sem kom til landsins  fyrir nokkrum vikum og er við það að hefja veiðar. Þetta eru fyrstu ísfisktogarar í heimi til að vera með mannlausa lest. Í þeir er sjálfvirkur flutningur á fiskikörum af vinnsludekki niður í lestina og raðar það körunum upp. Kerfið er svo notað við löndun á fiskinum og skilar þá körunum upp á vinnsludekkið á ný.

Það er Skaginn 3X á Akranesi sem hannaði kerfið.

Ljósmynd Óskar Arnórsson
Deila: