Samráðsfundur LS og Fiskistofu

Deila:

Fulltrúar Landssambands smábátaeigenda og Fiskistofu áttu árangursríkan samráðsfund nú í bikunni og er fyrirhugað að halda fleiri slíka í framtíðinni.  Markmiðið er að miðla upplýsingum milli aðila um stjórn fiskveiða og ræða þau atriði sem upp hafa komið og betur mega fara.

Meðal þeirra málefna sem rædd voru á fundinum voru:

  • Grásleppuveiðar – upphaf og lok veiða, mælingar á lengd neta og mikilvægi þess að skrá

allan meðafla þar með talið sjávarspendýr og fugla.

  • Strandveiðar – aðferðir til að koma í veg fyrir að afli fari umfram dagsskammtinn,

sambandsleysi við AIS, viðurlög við brotum.

  • Afstemmingu aflatalna af vigtarskýrslum og aflaskráningarkerfi Fiskistofu GAFLI.
  • Að upplýsingar sem sendar eru í pósti færist yfir í rafrænar sendingar.

Í lok fundar lýstu báðir aðilar yfir ánægju þennan fyrst samráðsfund og var ákveðið að framhald verði á.

 

Deila: