Marel skarar framúr

Deila:

Marel hefur verið valið á lista framúrskarandi fyrirtækja 2016 og er því meðal þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt efnahagslíf. Alls uppfylla 624 fyrirtæki eða einungis 1,7% allra fyrirtækja ströng skilyrði Creditinfo um fjárhagslegan styrk og stöðugleika.

Við mat á fyrirtækjunum er horft til þriggja ára tímabils, nú árin 2013, 2014 og 2015 og þurfa skilyrðin að vera uppfyllt öll árin. Marel hefur jafnframt náð þeim árangri að vera á listanum síðastliðin sjö ár eða allt frá upphafi.

„Það er mikils virði fyrir Marel að teljast til þessa hóps framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi. Þetta er um leið viðurkenning til starfsmanna Marel um afbragðs árangur,“ segir í frétt um viðurkenninguna á heimasíðu Marel.

 

Deila: