Aldrei minna landað á Akranesi

Deila:

Nú liggja fyrir tölur um landaðan afla hjá Faxaflóahöfnum sf. fyrir árið 2016. Heildarafli fyrir árið 2016 var 112.361 tonn en árið 2015 var aflinn 146.618 tonn og er því um verulegan samdrátt að ræða milli ára eða sem nemur 34.300 tonnum (22%).

Landaður afli í Reykjavík er um 11.300 tonnum minni á milli ára og vegur þar þyngst minni löndun á uppsjávarfiski, en í bolfiski er aukning um 2.800 tonn. Þá minnkar aflamagn á Akranesi verulega á milli ára. Langmest er minnkunin í uppsjávarfiski enda síðasta loðnuvertíð afleit, en einnig er samdráttur í bolfiski. Ef litið er til síðustu áratuga varðandi landaðan afla á Akranesi þá er aflamagn þar það minnsta sem þekkist. Á heildina litið þá hefur landaður afli til Faxaflóahafna sf. ekki verið minni frá stofnun fyrirtækisins og sveiflur í afla uppsjávarfisk meginástæðan.

Faxaflóahafnir landaður afli 2016

 

Deila: