Engin rækja verði veidd við Eldey

Deila:

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuveiðar verði ekki heimilaðar á svæðinu við Eldey á almanaksárinu 2017. Samkvæmt stofnmælingu sumarið 2017 er stærð rækjustofnsins við Eldey undir meðallagi og undir varúðarmörkum stofnsins. Vísitala veiðihlutfalls hefur verið 0.3–0.5 frá árinu 2013.

Grunnur ráðgjafar fylgir forskrift Alþjóðahafrannsóknaráðsins fyrir stofna þar sem ekki er hægt að beita aldursaflagreiningu, en til eru vísitölur sem taldar eru gefa mynd af breytingum á stofnstærð. Stofnvísitala og afli eru notuð til að reikna vísitölu veiðihlutfalls. Ráðgjöf byggir á markgildi sem talið er samræmast varúðarnálgun út frá sögulegu sambandi afla og stofnvísitölu rækju á grunnslóð. Ráðgjöfin er fengin með því að margfalda markgildi og nýjasta gildi vísitölu heildarstofns, að því gefnu að vísitalan sé yfir varúðarmörkum. Þar sem vísitala heildarstofns er undir varúðarmörkum er lagt til að veiðar verði ekki heimilaðar.

Veiðar á rækju við Eldey hafa verið sveiflukenndar. Engar veiðar voru stundaðar á árunum 1997–2012. Lítið hefur fengist af þorski og ýsu í stofnmælingu rækju við Eldey frá árinu 2010. Brottkast er talið óverulegt.

Deila: